- AA-samtökin hvetja engan alkóhólista að fyrra bragði til að leita sér bata eftir AA-leiðinni, né heldur safna þau meðlimum eða leggja að nokkrum manni að ganga í AA
- Þau halda ekki félagaskrá og skrá ekki einstaklingsferil nokkurs manns.
- Taka hvorki þátt í né eiga aðra hlutdeild í rannsóknarstörfum.
- Eiga ekki hlutdeild að nefndum annarra samtaka í þjóðfélaginu, þótt AA-félagar, deildir og þjónustuskrifstofan eigi tíðum samstarf við þau.
- Ganga ekki á eftir né hafa eftirlit með AA-félögum.
- Framkvæma ekki læknisfræðilega eða sálfræðilega sjúkdómsgreiningu.
- Útvega ekki ,,afvötnunar"- og hjúkrunarþjónustu, lyf eða læknishjálp.
- Taka ekki þátt í opinberri fræðslu eða áróðri um áfengi.
- Útvega ekki húsnæði, fæði, fatnað, atvinnu, peninga eða annað til félagslegrar velferðar.
- Eru ekki ráðgefandi um heimilis- og atvinnumál.
- Þiggja ekki peninga fyrir þjónustu sína.
Einstakir AA-menn mega þó gera sitthvað af því, sem talið er hér að ofan, en það er þeirra einkamál og er ekki viðkomandi þátttöku þeirra í AA.
Margir atvinnumenn á sviði alkóhólisma eru einnig AA-félagar. En atvinna þeirra er óðviðkomandi þátttöku þeirra í AA.
AA-samtökin í ströngustu merkingu telja það ekki á sínu færi að inna af hendi þá þjónustu, sem fram kemur í ofangreindri upptalningu.
(AA-bæklingurinn: AA-í samfélaginu)