895-1050 - Stór-Reykjavíkursvæðið

777-5504 - Reykjanes

849-4012 - Akureyri

Erfðavenjumánuður í nóvember

Kæru AA-félagar:

Áralöng hefð er fyrir svokölluðum erfðavenjumánuði í nóvember hjá AA-samtökunum. Þetta hefur mælst vel fyrir og hafa AA-félagar haft á orði að gott sé á þennan hátt að hugleiða þann grundvöll samtaka okkar sem erfðavenjurnar eru. Skoða Erfðavenjuspurningar fyrir AA-deildir, þýðing á "Traditions Cheklist from A.A. Grapewine" (PDF).

Öryggi og AA: Sameiginleg velferð okkar

Öryggi er mikilvægt innan AA-samtakanna.

Allar deildir og félagar geta unnið að betra öryggi og viðunandi lausnum sem eru grundvallaðar í grunnhugmyndum samtakanna og þannig stuðlað að bættu öryggi innan fundanna.

“Sérhver AA-félagi er aðeins örlítið brot af stórri heild. AA-samtökin verða að halda áfram að lifa, annars munu flest okkar áreiðanlega týna lífinu. Þess vegna situr sameiginleg velferð okkar í fyrirrúmi. En velferð einstaklingsins fylgir fast á eftir.”
- Fyrsta erfðavenjan (lengri útgáfan)

"Öryggi og AA: Sameiginleg velferð okkar", þýðing á þjónustuefni AA-samtakanna: „Safety and A.A.: Our Common Welfare”  (skoða PDF).