Leiðavísir starfsemi AA-samtakanna eru tólf erfðavenjur samtakanna. Þjónustuhandbókinni er ætlað að gefa glögga mynd af AA samtökunum eins og þau starfa á Íslandi í dag. Þannig er bókin til leiðbeiningar fyrir AA deildir þegar þær vilja fá viðmið varðandi rekstur og utanumhald deildarstarfsins eða til upplýsingar um þá ferla sem AA starf á landsvísu leiðir.
Þjónustuhandbókina má prenta út fyrir AA deildir (pdf) og AA menn geta prentað hana út fyrir sig, en ekki er æskilegt að hún sé notuð, að hluta eða í heild, á annan hátt eða á öðrum vettvangi en AA samtakanna.
Breytingar á þjónustuhandbókinni eru unnar á landsþjónusturáðstefnu ár hvert, ef fram koma tillögur um breytingar. Handbókin getur því þróast með AA samtökunum og eru samþykktar dagsettar útgáfur jafnóðum settar hér inn á síðuna þegar lokið er samþykktarferli á landsþjónusturáðstefnu AA-samtakanna.
Nánari upplýsingar má fá á þjónustuskrifstofu AA samtakanna.