895-1050 - Stór-Reykjavíkursvæðið

849-4012 - Akureyri

AA-félagar reyna að hjálpa öllum, sem eiga við áfengisvandamál að stríða og láta í ljós áhuga á að lifa lífinu án áfengis.

AA-félagar eru fúsir að koma til þeirra, sem óska eftir hjálp, en þeir telja best að viðkomandi biðji fyrst um slíka hjálp sjálfur.

Þeir reyna að aðstoða við útvegun sjúkrahjálpar, því oft þekkja þeir bestu leiðina þegar slíks er þörf.

AA-félagar eru fúsir til að ræða reynslu sína á gagnkvæmum grundvelli við hvern þann, sem áhuga hefur, hvort heldur sem er í einkasamtölum eða á fundum.


Bæklingurinn: AA í samfélaginu. Höfundarréttur © Alcoholics Anonymous World Services, Inc.