Hlutverk Landsþjónustunefndar (LÞN) er eftirfarandi:
- Standa vörð um erfðavenjur, hugtök og reynsluspor AA-samtakanna
- Hafa umsjón með eigum AA-samtakanna
- Reka skrifstofu í Reykjavík
- Skipa nefndir sem sinna sérstökum verkefnum innan AA-samtakanna
- Kalla saman og undirbúa Landsþjónusturáðstefnu
Starfsár Landsþjónustunefndar er frá 1. maí ár hvert og til loka apríl árinu seinna. Miðast það við árlega ráðstefnu AA samtakanna sem haldin er í maí á hverju ári en hefst þá um leið nýtt starfsár. Landsþjónustunefnd kemur saman mánaðarlega að jafnaði og hefur sú hefð skapast að miða við síðasta mánudag í hverjum mánuði. Nefndin hittist þó ekki formlega eftir ráðstefnuna, fyrr en í ágúst eða september, eftir sumarleyfi.
Meiri fróðleik um um störf og hlutverk LÞN má finna í þjónustuhandbókinni.