- Við viðurkenndum vanmátt okkar gagnvart áfengi og að við gætum ekki lengur stjórnað eigin lífi.
- Við fórum að trúa að máttur okkur æðri gæti gert okkur andlega heilbrigð að nýju.
- Við tókum þá ákvörðun að fela líf okkar og vilja umsjá Guðs, samkvæmt skilningi okkar á honum.
- Við gerðum rækilega og óttalaust siðferðileg reikningsskil í lífi okkar.
- Við játuðum misgjörðir okkar fyrir Guði, sjálfum okkur og annarri manneskju og nákvæmlega hvað í þeim fólst.
- Við vorum þess albúin að láta Guð fjarlægja alla skapgerðarbrestina.
- Við báðum Guð í auðmýkt að losa okkur við brestina.
- Við skráðum misgjörðir okkar gagnvart náunganum og urðum fús til að bæta fyrir þær.
- Við bættum fyrir brot okkar milliliðalaust svo framarlega sem það særði engan.
- Við iðkuðum stöðuga sjálfsrannsókn og þegar út af bar viðurkenndum við yfirsjónir okkar umsvifalaust.
- Við leituðumst við með bæn og hugleiðslu að styrkja vitundarsamband okkar við Guð, samkvæmt skilningi okkar á honum, og báðum um það eitt að vita vilja hans og hafa mátt til að framkvæma hann.
- Við urðum fyrir andlegri vakningu er við stigum þessi spor og reyndum því að flytja öðrum alkóhólistum þennan boðskap og fylgja þessum meginreglum í lífi okkar og starfi.
Tólf reynsluspor AA-samtakanna. Höfundarréttur © Alcoholics Anonymous World Services, Inc.