895-1050 - Stór-Reykjavíkursvæðið

849-4012 - Akureyri

70ara aais 1170x250px

Beiðni um að fjölmiðlar birti ekki nöfn þeirra sem segjast vera félagar í AA-samtökunum – eða sleppi því í viðtölum við nafngreinda einstaklinga að nefna að þeir séu félagar í AA-samtökunum.

Þetta er okkur afar mikilvægt. Ef nafngreindur AA-félagi er á einhvern hátt ekki til fyrirmyndar getur það fælt þá frá sem vilja leita sér hjálpar í AA-samtökunum. Líf alkóhólistans getur legið við því brýnt er að hann leiti sér hjálpar.

AA-samtökin starfa eftir tólf erfðavenjum og ein þeirra er sú að AA-félagar eru nafnlausir á opinberum vettvangi. Allt frá stofnun AA-samtakanna í Bandaríkjunum árið 1935, hefur AA-félögum verið ljóst að til þess að flytja þeim sem enn þjást af völdum alkóhólisma þau skilaboð að unnt sé að fá bata við sjúkdómnum, er ekki nóg að menn ræði um það sín í milli. Fjölmiðlar hafa því alltaf verið nauðsynlegur hluti af þessari viðleitni og milljónir AA-félaga hafa náð bata í meira en 180 löndum víða um heim.

Um leið og við þökkum fjölmiðlum ánægjulegt samstarf viljum við í einlægni biðja ykkur um að halda áfram að vinna með okkur að því að viðhalda nafnleysi AA-félaga. Nafnleyndin er ein meginstoð félagsskapar okkar. Sumir hika við að leita sér aðstoðar en það dregur úr ótta þeirra ef þeir geta treyst á nafnleyndina. Auk þess virkar erfðavenja okkar um nafnleysi sem áminning til AA-félaganna sjálfra; að félagsskapurinn snýst ekki um einstaka persónur heldur megingildi og að enginn einstakur AA-félagi ætti að koma fram sem talsmaður samtakanna eða jafnvel sem leiðtogi þeirra.

Ef AA-félagi er nafngreindur, biðjum við því um að það sé aðeins gert með upphafsstöfum nafnsins og ef um myndbirtingu er að ræða, að andlit viðkomandi AA-félaga þekkist ekki. Ef hins vegar fjölmiðill tekur viðtal við nafngreindan einstakling sem segist vera félagi í AA-samtökum, þá hvetjum við til þess að fjölmiðillinn sleppi í sinni umfjöllum að segja frá því að hinn nafngreindi sé félagi í AA-samtökunum. Við biðjum um ykkar hjálp. Að þessi meginregla sé virt er okkur lífsnauðsyn.

Aftur viljum við árétta einlægar þakkir okkar og óskir um áframhaldandi samvinnu. Þeir sem þess óska, geta fundið frekari fróðleik um þetta efni á heimasíðu AA-samtakanna í Bandaríkjunum (aa.org – Press/Media) og einnig með því að hafa samband við þjónustuskrifstofu AA-samtakanna á Íslandi. Félagsskapur okkar tekur aldrei, sem slíkur, afstöðu á opinberum vettvangi gagnvart neinum álitaefnum sem eru til umræðu en við svörum með ánægju öllum fyrirspurnum um AA-samtökin og veitum upplýsingar um þau hverjum sem eftir því leitar.

Virðingarfyllst,
Upplýsinganefnd AA-samtakanna.
Tölvupóstur upplýsinganefndar: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.