895-1050 - Stór-Reykjavíkursvæðið

777-5504 - Reykjanes

849-4012 - Akureyri

Erfðavenjumánuður í nóvember

Kæru AA-félagar:

Áralöng hefð er fyrir svokölluðum erfðavenjumánuði í nóvember hjá AA-samtökunum. Þetta hefur mælst vel fyrir og hafa AA-félagar haft á orði að gott sé á þennan hátt að hugleiða þann grundvöll samtaka okkar sem erfðavenjurnar eru. Skoða Erfðavenjuspurningar fyrir AA-deildir, þýðing á "Traditions Cheklist from A.A. Grapewine" (PDF).

Okkur sem erum í AA samtökunum finnst sem við höfum sloppið úr bráðum háska og komist upp í björgunarbátinn. Eins og við er að búast, erum við á ýmsum aldri og með misjafnan reynsluheim, en samt sem áður eigum við þetta sameiginlegt: að hafa fundið lausn á vanda sem við gátum ekki leyst ein. Þannig komum við saman og samhæfum reynslu okkar, styrk og vonir til þess að geta lifað eðlilegu lífi í samfélagi manna.

Að deila með okkur sögum okkar er ein leið til þess. Það er alltaf gert nafnlaust þegar til þess kemur að birta þær á prenti, þannig höldum við í heiðri erfðavenju okkar um nafnleynd á opinberum vettvangi. Við viljum deila því með öðrum hvernig okkur tókst að hætta að drekka í þeirri von að saga okkar verði öðrum að gagni. Við eigum afar ólíkan bakgrunn og það kemur fram í sögum okkar, sum okkar urðu edrú strax, önnur þurftu að koma nokkrum sinnum aftur eftir drykkju, en við vorum öll velkomin í AA samtökin, samtökin okkar.