Hátíðarfundur AA-samtakanna.
Stofnfundur AA-samtakanna á Íslandi var haldinn 16. apríl 1954, sem bar upp á föstudaginn langa. Síðan þá hefur þessi dagur verið hátíðis- og afmælisdagur samtakanna, alveg sama hvaða mánaðardag hann ber uppá. AA-fólk og gestur frá Al-anon, sem eru samtök aðstandenda alkóhólista tala á fundinum. Allt fundarefnið er kynnt jafnharðan á táknmáli.
Í dag eru starfandi um 360 deildir innan AA-samtakanna um land allt. Hver þessara deilda heldur að minnsta kosti einn fund í viku.
Á föstudaginn langa, 29. mars 2024 var hátíðarfundur AA-samtakanna haldinn í Háskólabíó.