895-1050 - Stór-Reykjavíkursvæðið

849-4012 - Akureyri

Inngangsorð AA-samtakanna

AA-samtökin eru félagsskapur fólks sem samhæfir reynslu sína, styrk og vonir svo að það megi leysa sameiginlegt vandamál sitt og sé fært um að hjálpa öðrum til að losna frá áfengisbölinu.

Til þess að gerast AA félagi þarf aðeins eitt: Löngun til að hætta að drekka. Inntöku- eða félagsgjöld eru engin, en með innbyrðis samskotum sjáum við okkur efnalega farborða.

AA-samtökin eru sjálfstæð heild og óháð hvers kyns félagsskap öðrum. Þau halda sig utan við þras og þrætur og taka ekki afstöðu til opinberra mála.

Höfuðtilgangur okkar er að vera ódrukkin og að styðja aðra alkóhólista til hins sama.


Inngangsorð AA-samtakanna. Höfundarréttur © A.A. Grapevine, Inc.


  1. AA-samtökin hvetja engan alkóhólista að fyrra bragði til að leita sér bata eftir AA-leiðinni, né heldur safna þau meðlimum eða leggja að nokkrum manni að ganga í AA
  2. Þau halda ekki félagaskrá og skrá ekki einstaklingsferil nokkurs manns.
  3. Taka hvorki þátt í né eiga aðra hlutdeild í rannsóknarstörfum.
  4. Eiga ekki hlutdeild að nefndum annarra samtaka í þjóðfélaginu, þótt AA-félagar, deildir og þjónustuskrifstofan eigi tíðum samstarf við þau.
  5. Ganga ekki á eftir né hafa eftirlit með AA-félögum.
  6. Framkvæma ekki læknisfræðilega eða sálfræðilega sjúkdómsgreiningu.
  7. Útvega ekki ,,afvötnunar"- og hjúkrunarþjónustu, lyf eða læknishjálp.
  8. Taka ekki þátt í opinberri fræðslu eða áróðri um áfengi.
  9. Útvega ekki húsnæði, fæði, fatnað, atvinnu, peninga eða annað til félagslegrar velferðar.
  10. Eru ekki ráðgefandi um heimilis- og atvinnumál.
  11. Þiggja ekki peninga fyrir þjónustu sína.

Einstakir AA-menn mega þó gera sitthvað af því, sem talið er hér að ofan, en það er þeirra einkamál og er ekki viðkomandi þátttöku þeirra í AA.

Margir atvinnumenn á sviði alkóhólisma eru einnig AA-félagar. En atvinna þeirra er óðviðkomandi þátttöku þeirra í AA.

AA-samtökin í ströngustu merkingu telja það ekki á sínu færi að inna af hendi þá þjónustu, sem fram kemur í ofangreindri upptalningu.

(AA-bæklingurinn: AA-í samfélaginu)

AA-félagar reyna að hjálpa öllum, sem eiga við áfengisvandamál að stríða og láta í ljós áhuga á að lifa lífinu án áfengis.

AA-félagar eru fúsir að koma til þeirra, sem óska eftir hjálp, en þeir telja best að viðkomandi biðji fyrst um slíka hjálp sjálfur.

Þeir reyna að aðstoða við útvegun sjúkrahjálpar, því oft þekkja þeir bestu leiðina þegar slíks er þörf.

AA-félagar eru fúsir til að ræða reynslu sína á gagnkvæmum grundvelli við hvern þann, sem áhuga hefur, hvort heldur sem er í einkasamtölum eða á fundum.


Bæklingurinn: AA í samfélaginu. Höfundarréttur © Alcoholics Anonymous World Services, Inc.


Skrifstofa AA-samtakanna er í Tjarnargötu 20, Reykjavík.  Þar er opið alla virka daga frá 11:00-15:00.

AA-fundir eru haldnir daglega í Reykjavík og um land allt. Sjá fundaskrá

 

 

 

 

 

AA-deildirnar hafa myndað með sér sameiginlega þjónustunefnd, öðru nafni ,,Landsþjónustunefnd AA-samtakanna á Íslandi", LÞN. 

Landsþjónustunefndin er ábyrgur aðili í öllum málum er varða deildirnar sameiginlega og AA-samtökin í heild.

Hverjum og einum, sem telur sig eiga við áfengisvandamál að stríða, er velkomið að mæta á AA-fundi. Hann verður félagi einfaldlega með því að ákveða það sjálfur. AA-félagar eru karlar og konur á öllum aldri, allt frá táningum upp í öldunga, af öllum kynþáttum og trúarflokkum, að trúleysingjum meðtöldum.