AA-samtökin eru alþjóðlegur félagsskapur karla og kvenna, sem ástunda gagnkvæma hjálp til að lifa lífinu án áfengis og miðla öðrum, sem ennþá eiga við drykkjuvandamál að stríða, fúslega af reynslu sinni. Aðferðir AA-manna byggjast á ,,reynslusporunum tólf" sem vísa veginn til bata frá alkóhólisma.
Í samtökunum starfa um það bil 89.000 deildir í 145 löndum. Hundruð þúsunda alkóhólistar hafa öðlast bata eftir leiðum AA-samtakanna, en AA-menn sjálfir viðurkenna að aðferðir þeirra leiði ekki ætíð til árangurs meðal allra alkóhólista og að sumir þeirra þarfnist sérfræðilegra ráðlegginga eða læknismeðferðar.
AA ber aðeins bata einstaklinganna, sem leita til samtakanna, fyrir brjósti, þannig að þeir fái lifað lífinu óslitið án áfengis. Hreyfingin stundar ekki rannsóknir á sviði alkóhólisma, né heldur lyfja- og geðlækningar. Hún skipar sér hvergi í flokk, þótt AA-félagar megi gera svo að vild sem einstaklingar.
Hreyfingin hefur tileinkað sér þá stefnu að vera fús til óháðrar samvinnu við önnur samtök, sem hafa vandamál alkóhólismans að viðfangsefni.
AA-samtökin á Íslandi stefna að því að vera sjálfum sér nóg með tilstilli eigin deilda og meðlima og að hafna utanaðkomandi fjárhagsaðstoð. AA-menn gæta nafnleyndar í samskiptum við fjölmiðla.