Inngangsorð AA-samtakanna
AA-samtökin eru félagsskapur fólks sem samhæfir reynslu sína, styrk og vonir svo að það megi leysa sameiginlegt vandamál sitt og sé fært um að hjálpa öðrum til að losna frá áfengisbölinu.
Til þess að gerast AA félagi þarf aðeins eitt: Löngun til að hætta að drekka. Inntöku- eða félagsgjöld eru engin, en með innbyrðis samskotum sjáum við okkur efnalega farborða.
AA-samtökin eru sjálfstæð heild og óháð hvers kyns félagsskap öðrum. Þau halda sig utan við þras og þrætur og taka ekki afstöðu til opinberra mála.
Höfuðtilgangur okkar er að vera ódrukkin og að styðja aðra alkóhólista til hins sama.
Inngangsorð AA-samtakanna. Höfundarréttur © A.A. Grapevine, Inc.
Hátíðarfundur AA-samtakanna.
Stofnfundur AA-samtakanna á Íslandi var haldinn 16. apríl 1954, sem bar upp föstudaginn langa. Síðan þá hefur þessi dagur verið hátíðis- og afmælisdagur samtakanna, alveg sama hvaða mánaðardag hann ber uppá. AA-fólk og gestur frá Al-anon, sem eru samtök aðstandenda alkóhólista tala á fundinum.
Allt fundarefnið er kynnt jafnharðan á táknmáli.
Í dag eru starfandi um 360 deildir innan AA-samtakanna um land allt. Hver þessara deilda heldur að minnsta kosti einn fund í viku.
Föstudaginn langa, þann 18. apríl 2025 var hátíðarfundur AA-samtakanna haldinn í Háskólabíó.