895-1050 - Stór-Reykjavíkursvæðið

849-4012 - Akureyri

Inngangsorð AA-samtakanna

AA-samtökin eru félagsskapur fólks sem samhæfir reynslu sína, styrk og vonir svo að það megi leysa sameiginlegt vandamál sitt og sé fært um að hjálpa öðrum til að losna frá áfengisbölinu.

Til þess að gerast AA félagi þarf aðeins eitt: Löngun til að hætta að drekka. Inntöku- eða félagsgjöld eru engin, en með innbyrðis samskotum sjáum við okkur efnalega farborða.

AA-samtökin eru sjálfstæð heild og óháð hvers kyns félagsskap öðrum. Þau halda sig utan við þras og þrætur og taka ekki afstöðu til opinberra mála.

Höfuðtilgangur okkar er að vera ódrukkin og að styðja aðra alkóhólista til hins sama.


Inngangsorð AA-samtakanna. Höfundarréttur © A.A. Grapevine, Inc.


Okkur sem erum í AA-samtökunum finnst sem við höfum sloppið úr bráðum háska og komist upp í björgunarbátinn. Eins og við er að búast, erum við á ýmsum aldri og með misjafnan reynsluheim, en samt sem áður eigum við þetta sameiginlegt: að hafa fundið lausn á vanda sem við gátum ekki leyst ein. Þannig komum við saman og samhæfum reynslu okkar, styrk og vonir til þess að geta lifað eðlilegu lífi í samfélagi manna.

Að deila með okkur sögum okkar er ein leið til þess. Það er alltaf gert nafnlaust þegar til þess kemur að birta þær á prenti, þannig höldum við í heiðri erfðavenju okkar um nafnleynd á opinberum vettvangi. Við viljum deila því með öðrum hvernig okkur tókst að hætta að drekka í þeirri von að saga okkar verði öðrum að gagni. Við eigum afar ólíkan bakgrunn og það kemur fram í sögum okkar, sum okkar urðu edrú strax, önnur þurftu að koma nokkrum sinnum aftur eftir drykkju, en við vorum öll velkomin í AA-samtökin, samtökin okkar.