Inngangsorð AA-samtakanna
AA-samtökin eru félagsskapur fólks sem samhæfir reynslu sína, styrk og vonir svo að það megi leysa sameiginlegt vandamál sitt og sé fært um að hjálpa öðrum til að losna frá áfengisbölinu.
Til þess að gerast AA félagi þarf aðeins eitt: Löngun til að hætta að drekka. Inntöku- eða félagsgjöld eru engin, en með innbyrðis samskotum sjáum við okkur efnalega farborða.
AA-samtökin eru sjálfstæð heild og óháð hvers kyns félagsskap öðrum. Þau halda sig utan við þras og þrætur og taka ekki afstöðu til opinberra mála.
Höfuðtilgangur okkar er að vera ódrukkin og að styðja aðra alkóhólista til hins sama.
Inngangsorð AA-samtakanna. Höfundarréttur © A.A. Grapevine, Inc.
Leiðavísir starfsemi AA-samtakanna eru tólf erfðavenjur samtakanna. Þjónustuhandbókinni er ætlað að gefa glögga mynd af AA samtökunum eins og þau starfa á Íslandi í dag. Þannig er bókin til leiðbeiningar fyrir AA deildir þegar þær vilja fá viðmið varðandi rekstur og utanumhald deildarstarfsins eða til upplýsingar um þá ferla sem AA starf á landsvísu leiðir.
Þjónustuhandbókina má prenta út fyrir AA deildir (pdf) og AA menn geta prentað hana út fyrir sig, en ekki er æskilegt að hún sé notuð, að hluta eða í heild, á annan hátt eða á öðrum vettvangi en AA samtakanna.
Breytingar á þjónustuhandbókinni eru unnar á landsþjónusturáðstefnu ár hvert, ef fram koma tillögur um breytingar. Handbókin getur því þróast með AA samtökunum og eru samþykktar dagsettar útgáfur jafnóðum settar hér inn á síðuna þegar lokið er samþykktarferli á landsþjónusturáðstefnu AA-samtakanna.
Nánari upplýsingar má fá á þjónustuskrifstofu AA samtakanna.
Til: Allra AA-deilda á Íslandi.
Málefni: Erfðavenjumánuður í nóvember!
Vinsamlegast lesið upp og kynnið í AA-deildinni:
Áralöng hefð er fyrir svokölluðum erfðavenjumánuði í nóvember hjá AA-samtökunum.
Þetta hefur mæst vel fyrir og hafa AA-félagar haft á orði að gott sé á þennan hátt að hugleiða þann grundvöll samtaka okkar sem erfðavenjurnar eru.
Benda má á eftirfarandi, sem hefur reynst vel á fundum í erfðavenjumánuðinum:
1. Valinn er AA-félagi til að leiða fundinn sem segir frá reynslu sinni og skilningi á erfðavenjunum og hvetur þannig til hugleiðinga um þær. Fjallað er um þrjár erfðavenjur á hverjum fundi, þannig að í lok mánaðarins hafi verið fjallað um allar erfðavenjurnar.
2. Nota um það bil 30 mínútur af fundartíma til að lesa upp og ræða um þrjár erfðavenjur á hverjum fundi þannig að eftir það sé um venjulegan fund að ræða.
3. Hafa sérstakan samviskufund eða vinnustofu þar sem farið er yfir þýddar og staðfærðar spurningar um erfðavenjurnar tólf.
4. Hér fylgja þýddar og staðfærðar spurningar um erfðavenjuarnar tólf, sem margar deildir hafa stuðst við í þessari vinnu.
Upphaflega voru þessar spurningar settar fram af Bill W. í AA Grapevine í sambandi við ritröð þar sem fallað var um erfðavenjurnar tólf. Sú ritröð hófst í nóvember 1969 og stóð til loka september 1971. Þó þær hefðu upphaflega verið ætlaðar fyrst og fremst fyrir einstaklinga hafa margar AA-deildir síðan notað þær sem grunn að breiðari umræðum.
AA-bókin er höfuðrit AA-samtakanna og draga þau nafn sitt af henni. Hér má lesa bókina okkar, en ekki er hægt að prenta hana út. Birt með leyfi WSO í New York.