895-1050 - Stór-Reykjavíkursvæðið

849-4012 - Akureyri

Inngangsorð AA-samtakanna

AA-samtökin eru félagsskapur fólks sem samhæfir reynslu sína, styrk og vonir svo að það megi leysa sameiginlegt vandamál sitt og sé fært um að hjálpa öðrum til að losna frá áfengisbölinu.

Til þess að gerast AA félagi þarf aðeins eitt: Löngun til að hætta að drekka. Inntöku- eða félagsgjöld eru engin, en með innbyrðis samskotum sjáum við okkur efnalega farborða.

AA-samtökin eru sjálfstæð heild og óháð hvers kyns félagsskap öðrum. Þau halda sig utan við þras og þrætur og taka ekki afstöðu til opinberra mála.

Höfuðtilgangur okkar er að vera ódrukkin og að styðja aðra alkóhólista til hins sama.


Inngangsorð AA-samtakanna. Höfundarréttur © A.A. Grapevine, Inc.


AA-samtökin eru félagsskapur fólks sem samhæfir reynslu sína, styrk og vonir svo að það megi leysa sameiginlegt vandamál sitt og sé fært um að hjálpa öðrum til að losna frá áfengisbölinu.

Til þess að gerast AA félagi þarf aðeins eitt: Löngun til að hætta að drekka. Inntöku- eða félagsgjöld eru engin, en með innbyrðis samskotum sjáum við okkur efnalega farborða.

AA-samtökin eru sjálfstæð heild og óháð hvers kyns félagsskap öðrum. Þau halda sig utan við þras og þrætur og taka ekki afstöðu til opinberra mála.

Höfuðtilgangur okkar er að vera ódrukkin og að styðja aðra alkóhólista til hins sama.


Inngangsorð AA-samtakanna. Höfundarréttur © A.A. Grapevine, Inc. (10/2023)


  1. Sameiginleg velferð okkar situr í fyrirrúmi. Bati hvers og eins er undir einingu AA-samtakanna kominn.
  2. Í málum deilda er aðeins einn leiðtogi, kærleiksríkur Guð eins og hann birtist í samvisku hvers hóps. Forsvarsmenn okkar eru þjónar sem við treystum en ekki stjórnendur.
  3. Til þess að gerast AA-félagi þarf aðeins eitt: Löngun til að hætta að drekka.
  4. Sérhver AA-deild á að vera sjálfstæð nema í málum er varða aðrar deildir eða AA-samtökin í heild.
  5. Sérhver deild hefur aðeins eitt meginmarkmið: Að flytja alkóhólistum sem enn þjást boðskap samtakanna.
  6. AA-deild ætti aldrei að ljá öðrum samtökum eða málstað nafn sitt, fjármagn eða fylgi svo lausafé, eignir eða upphefð fjarlægi okkur ekki hinum upphaflega tilgangi.
  7. Sérhver AA-deild ætti að standa á eigin fótum og hafna utanaðkomandi fjárhagsaðstoð.
  8. Félagar í AA-samtökunum eru ætíð einungis áhugamenn, en þjónustustöðvar okkar mega ráða launað starfsfólk.
  9. AA-samtökin sem slík ætti aldrei að skipuleggja en við getum myndað þjónustunefndir og ráð sem eru ábyrg gagnvart þeim sem þau starfa fyrir.
  10. AA-samtökin taka ekki afstöðu til annara mála en sinna eigin. Nafni þeirra ætti því að halda utan við deilur og dægurþras.
  11. Afstaða okkar út á við byggist fyrst og fremst á aðlöðun en ekki áróðri. Í fjölmiðlum ættum við alltaf að gæta nafnleyndar.
  12. Nafnleyndin er andlegur grundvöllur allra erfðavenja okkar og minnir okkur á að setja málefni og markmið ofar eigin hag.

Tólf erfðavenjur AA-samtakanna. Höfundarréttur © Alcoholics Anonymous World Services, Inc.


  1. Við viðurkenndum vanmátt okkar gagnvart áfengi og að við gætum ekki lengur stjórnað eigin lífi.
  2. Við fórum að trúa að máttur okkur æðri gæti gert okkur andlega heilbrigð að nýju.
  3. Við tókum þá ákvörðun að fela líf okkar og vilja umsjá Guðs, samkvæmt skilningi okkar á honum.
  4. Við gerðum rækilega og óttalaust siðferðileg reikningsskil í lífi okkar.
  5. Við játuðum misgjörðir okkar fyrir Guði, sjálfum okkur og annarri manneskju og nákvæmlega hvað í þeim fólst.
  6. Við vorum þess albúin að láta Guð fjarlægja alla skapgerðarbrestina.
  7. Við báðum Guð í auðmýkt að losa okkur við brestina.
  8. Við skráðum misgjörðir okkar gagnvart náunganum og urðum fús til að bæta fyrir þær.
  9. Við bættum fyrir brot okkar milliliðalaust svo framarlega sem það særði engan.
  10. Við iðkuðum stöðuga sjálfsrannsókn og þegar út af bar viðurkenndum við yfirsjónir okkar umsvifalaust.
  11. Við leituðumst við með bæn og hugleiðslu að styrkja vitundarsamband okkar við Guð, samkvæmt skilningi okkar á honum, og báðum um það eitt að vita vilja hans og hafa mátt til að framkvæma hann.
  12. Við urðum fyrir andlegri vakningu er við stigum þessi spor og reyndum því að flytja öðrum alkóhólistum þennan boðskap og fylgja þessum meginreglum í lífi okkar og starfi.

Tólf reynsluspor AA-samtakanna. Höfundarréttur © Alcoholics Anonymous World Services, Inc.